Stærð
Breidd: 2,50 m
Hæð: 2,84 m
Lengd: 8,64 m
Bíllinn breikkar þegar hann er í notkun þar sem það þarf að taka hliðarnar alveg út til að snúa honum. Þá er breiddin 4,08 m. Auk þess þarf að gera ráð fyrir girðingu í kringum bílinn a.m.k 2 m frá honum til hvorrar hliðar og 3 m fyrir aftan hann.
Þyngd
Eiginþyngd: 5.000 kg
Leyfð heildarþyngd: 5.500 kg
Þyngd hemlaðs eftirvagns: 3.500 kg
Rafmagn
Bíllinn notar hefðbundinn tengil, 230 V. Í bílnum eru 2 x 50 m rafmagnskefli.
Svæði
Veltibíllinn þarf að vera á sléttu svæði og best er að vera á hörðu undirlagi. Þegar bíllinn er í gangi er sett upp öryggisgirðing í kringum hann.
Mönnun
Með Veltibílnum kemur einn starfsmaður. Gott er að fá tvo til viðbótar til aðstoðar við að hafa stjórn á biðröðinni og aðstoða stjórnandann við að kanna bílbeltin.
Greiðslur
Að heimsókn lokinni er reikningur sendur í tölvupósti. Greiðslufrestur er 15 dagar.