- Ekki má spóla né heyrast væl í dekkjum. Ef slíkt gerist eru gefin 10 refsistig fyrir hvert væl.
- Ekki má fara út fyrir afmarkað keppnissvæði. Gefin eru 10 refsistig fyrir fyrsta brot, 20 fyrir annað og 30 fyrir þriðja o.s.frv.
- Ekki má gefa keppanda upplýsingar í þrautaplani.
- Keppandi skal vera einn í bílnum í keppni.
- Gefin eru 100 refsistig fyrir að sleppa þraut.
- Ef ruglingur verður á þrautaröð hjá keppanda, telst hann hafa sleppt fyrri þrautinni sem ruglaðist.
- Refsistig og aðrar villur eru tilgreindar í þrautalýsingu.
- Hafi keppandi fram að færa athugasemd, skal hann snúa sér til eins af dómurum keppninnar og fylla út sérstakt kærublað.
Kærufrestur rennur út 10 mínútum eftir að síðasti keppandinn hefur ekið þrautaplanið. Dómarar ásamt yfirdómurum skera úr um öll vafaatriði er upp kunna að koma við keppnina. - Keppandi tekur þátt í keppninni á eigin ábyrgð.
ReglurGuðmundur Karl Einarsson2013-11-15T00:32:29+00:00