Skrá mig

Íslandsmeistarakeppni í Ökuleikni

Helgina 30. september og 1. október 2017 verður haldin opin Íslandsmeistarakeppni í Ökuleikni.
Keppnin fer fram við höfuðstöðvar Eimskips í Sundahöfn í Reykjavík.
Á laugardeginum verður keppt á rútum og trukkum en á sunnudeginum á fólksbílum.

Þátttaka er öllum opin sem hafa viðeigandi ökuréttindi.

Skrá mig

Opin Íslandsmeistarakeppni í Ökuleikni verður haldin helgina 30. september og 1. október 2017 við höfuðstöðvar Eimskips í Sundahöfn í Reykjavík.

Laugardagur

  • Rútukeppni hefst kl. 11:30 (mæting 11:00)
  • Trukkakeppni hefst kl. 14 (mæting 13:30)

Ökuleikni 2017. Þrautaplan stórra bíla

Sunnudagur

  • Fólksbílakeppni hefst kl. 13 (mæting 12:30)

Ökuleikni 2017. Þrautaplan fólksbíla

Hægt verður að keppa sem einstaklingur en svo er líka í boði að mynda lið. Veitt verða verðlaun fyrir besta árangurinn í einstaklingskeppni og liðakeppni. Form keppninnar verður með örlítið breyttu sniði. Í fólksbílakeppninni verða tvö þrautaplön og aka keppendur tvisvar hvort plan en ekki verður sami bíll í fyrri og seinni umferð í hvoru plani. Í rútu- og trukkakeppninni verður sama plan fyrir stórar rútur og flutningabíla annars vegar og sama plan fyrir smárútur og sendibíla hins vegar.

Þátttökugjald er 1.000 kr fyrir hvorn dag.