Brautin – bindindisfélag ökumanna hefur staðið fyrir Ökuleikni í rúm 25 ár. Á þeim tíma hefur Ökuleiknin skipað sér sess um allt land sem skemmtilegur og spennandi viðburður. Margt hefur breyst á þeim tíma sem Ökuleiknin hefur verið starfandi, þó markmiðin með henni séu alltaf þau sömu:
- Draga úr ölvunaraakstri og fækka ölvunarslysum
- Auka notkun bílbelta
- Draga úr hraða
- Opna augu almennings fyrir auknu umferðaröryggi
Brautin hefur, í gegnum tíðina, átt samstarf við fjölmörg fyrirtæki og stofnanir um framkvæmd ökuleikninnar. Að öðrum ólöstuðum hefur Hekla verið dyggasti stuðningsaðili Ökuleikninnar en samstarfið við Heklu nær aftur til 1990. Allir sem hafa á einhvern hátt aðstoðað við framkvæmd keppninnar fá bestu þakkir fyrir.
ÖKULEIKNI er skrásett vörumerki og er í eigu Brautarinna – bindindisfélags ökumanna. Merkið er skráð í flokk 41: Fræðsla, þjálfun og skemmtistarfsemi. Skráningarnúmer 577/19.12.1988. (Sjá vef Einkaleyfastofu). Engum er heimilt að nota vörumerkið nema með skriflegu leyfi Brautarinnar – bindindisfélags ökumanna.
Fréttir af síðustu keppnum
Íslandsmeistarakeppni
Allt fram til ársins 2002 var Ökuleikni haldin um allt land. Farið var á 10-40 staði um land allt og forkeppnir haldnar, ásamt því að keppt var í hjólreiðakeppni, go-kart leikni o.fl. eftir atvikum. Sigurvegarar í kvennariðli og karlariðli unnu sér þá rétt til þátttöku í Íslandsmeistarakeppninni sem haldin var í Reykjavík í lok sumar. Framan af var nýr bíll í boði fyrir þann sem fór villulaust í gegnum brautina (viðkomandi þurfti þá líka að vera í eftstu 5 sætum keppninnar).
Frá 2003 hefur keppnin hins vegar verið haldin sem opin Íslandsmeistarakeppni, ýmist árlega eða á nokkurra ára fresti. Þá er öllum heimil þátttaka og keppt um Íslandsmeistaratitil karla og kvenna.
Ökuleiknin er mikilvægur hlekkur í baráttunni fyrir auknu umferðaröryggi þar sem hún leggur áherslu á hæfni ökumanna. Þrátt fyrir að um keppni sé að ræða skilar æfingin sér klárlega út í umferðina.
Páll H. Halldórsson, formaður Brautarinnar
Trukka- og rútuökuleikni
Ein helsta nýjung í Ökuleiknini er hin svokallaða Trukka- og rútuökuleikni. Keppnin er haldin í samstarfi við Öskju og Eimskip en einnig lána velviljuð fyrirtæki Benz bíla til þess að keppa á. Keppnin er að jafnaði vel sótt og myndast góð stemming á milli manna.
Ökuleikni framhaldsskólanna
Haustið 2005 var haldin Ökuleikni framhaldsskólanna. Verkefnið var tilraunarverkefni og var farið í þá skóla sem þess óskuðu á höfuðborgarsvæðinu, en auk þess var farið á Akureyri og Egilsstaði. Alls tóku 64 nemendur þátt. Eins og í venjulegri Ökuleikni var keppt í tveimur riðlum, karlariðli og kvennariðli. Tveir efstu úr hvorum riðli í hverjum skóla komast svo áfram í úrslitakeppni.
Fræðsla í vinnuskólum
Félagið fór í mörg ár umhverfis landið með fræðsluverkefni fyrir unglinga í vinnuskólum. Lögð var áhersla á unglingana sem byrjendur í umferðinni og hvað það skiptir miklu máli að akstur og áfengi mega aldrei fara saman. Notaðir vor Go-kart bílar við verkefnið og eins var Veltibíllinn með í för. Settur var upp leikþáttur þar sem unglingarnir fengu að heyra um afleiðingar ölvunaraksturs.