Hafa kröfur til reiðhjóla slaknað?
Frá árinu 2005 hefur Brautin-bindindisfélag ökumanna kannað árlega stöðu á skyldubúnaði reiðhjóla í reiðhjólaverslunum. Reglugerð um búnað reiðhjóla er orðin gömul eða frá 1994 en þar er tilgreint að eftirfarandi eigi að vera á reiðhjólum: Bjalla, glitmerki framan og aftan, teinaglit, glit á fótstigi, fram- og afturbremsur, keðjuhlíf og lás. […]