Frábærar óáfengar uppskriftir
Hér má nálgast enn fleiri uppskriftir að góðum óáfengum drykkjum. Þeir heita Sólskinsdraumur, Bláberjapartí, Jarðaberjaævintýri, Passion og Flottari. Allir fara vel í fínum veislum.
Hér má nálgast enn fleiri uppskriftir að góðum óáfengum drykkjum. Þeir heita Sólskinsdraumur, Bláberjapartí, Jarðaberjaævintýri, Passion og Flottari. Allir fara vel í fínum veislum.
1 hluti appelsínusafi 1 hluti Trönuberjasafi 1 ml ferskjusafi 1 msk Grenadine síróp Blandið jöfnum hlutum af appelsínusafa og Trönuberja safa, bætið ferksjusafanum við og hellið yfir ís. Leyfið síðan Grenadineinu að leka niður á botn, Skreytið með ananas fleyg og njótið. Simmi og Jói mæla með þessum.
3 cl Tropicana 3 cl sítrónusafi 2 cl rjómi 1 cl grenadine ½ pressuð appelsína Skreyting: Sítrónusneið, rauð rör og súkkulaðispænir. Höfundur: Kristjón Örn Kristjónsson
1 dl Ananassafi 1 dl Apríkósusafi 1/2 Apríkósa 1 dl Sódavatn Kokteilber Sykurrönd á glasi Aðferð: Glas með háfæti og breiðum botni. Dreifið apríkósusafa á röndina á glasinu, dýfið á hvolfi í sykur. Hálf apríkósa sett í botn glassins (má vera úr dós). Safa og gosi hellt í glasið og kokteilberið sett ofan á apríkósuna.
Höf: Hjörtur Bjarni Þorleifsson 2 dl Flórídana safi (epla, appelsínu, gulróta eða sítrónu) 8 cl ferskur appelsínudjús 2 cl ferskur sítrónusafi 1 cl grenadine síróp fyllt upp með Sprite/7-Up Aðferð: Allt nema Sprite/7-Up er sett í hristara með klaka og hrist. Þessu hellt yfir í Hurricane-glas og fyllt upp með Sprite/7-Up Skreytt með appelsínu- og [...]
Höf: Jói Fel 2 dl Flórídana safi (epla, appelsínu, gulróta eða sítrónu) 1 dl vatn 5 stk jarðarber 1 kúfuð msk hrásykur 5 blöð fersk sítrónumelissa (grænt krydd sem fæst í stórmörkuðum) 2 dl sítrónu sódavatn Fullt af klaka Aðferð: Klakinn er settur í blandara og mulinn mjög smátt með ísköldu vatni Jarðarberjunum og sykrinum [...]
3 kívíaldin 1 epli 8 myntugreinar (blöð og stilkar) Aðferð: Settu myntugreinarnar í safapressu en taku eina frá til skreytingar. Flysjaðu kívíaldinið og skerðu það í bita. Pressaðu safann úr því. Skerðu eplið í bita og pressaðu það Blandaðu öllu saman í glas og skreyttu með myntugreinum.
2 perur 1 bleikt greipaldin Aðferð: Taktu stilkana af perunum og skerðu þær í bita Flysjaðu greipaldinið og skerðu það í bita svo að það komist í blandarann. Blandaðu vel og helltu í glas. Skreyttu með perubita og greipsneið
2 bananar 1 appelsína 75 ml (3/4 dl) hrein jógúrt saxað eða rifið súkkulaði Flórídana appelsínusafi eða mjólk (má sleppa) Fyrir 1 Aðferð: Afhýddu bananana og flysjaðu appelsínuna. Skerðu hvort tveggja í bita, settu í blandarann og láttu ganga í smástund. Bættu jógúrtinni við og láttu ganga áfram þar til blandan er nokkurn veginn slétt. [...]
Höf: Jónína Tryggvadóttir 1 tsk Heslihnetusíróp frá Routin 8 cl Nýmjólk 12 gr Noir Praline súkkulaði frá Café Tesse einfaldur espresso eða sterkt lagað kaffi hálfþeyttur rjómi Aðferð: Sírópið er sett í botninn á glasinu, mjólkin hituð með súkkulaðinu útí og hellt í koníaksglas, sterku kaffinu hellt yfir og toppað með rjómanum.
2-3 tsk blóðappelsínusíróp frá Routin 35 cl heitt vatn 3 tsk Bora Bora ávaxtate appelsínubátur sítrónubátur Aðferð: Teið er lagað og látið trekkja í 3-5 mín. Sírópin hellt í glas á fæti og teinu yfir, appelsína og sítróna kreist yfir og hrært saman við, skreytt með sítrónu- og appelsínusneiðum. Þessi er góður bæði heitur og [...]
1/2 bréf möndlu bragðbættur kakódrykkur frá Monbana 15 cl mjólk 1 tsk Amaretto síróp frá Routin saxaðar möndlur Aðferð: Mjólin er hituð, kakóduftinu blandað útí og hrært vel. Sírópinu blandað við og skreytt með söxuðum möndlum og kakódufti.
2 tsk Spicy Chai laufte 1 tsk negulnaglar 1/2 kanilstöng 2 tsk Chai síróp frá Routin 9 cl heitt vatn 14 cl Nýmjólk Aðferð: Teið er lagað, negul, kanil og sírópi blandað útí og látið standa í 3-5 mín. Þá er kryddið sigtað frá og teinu hellt í glas. Nýmjólkin hituð og hellt yfir. Allt [...]