Ökuleikni

Íslandsmeistarakeppni í Ökuleikni er að jafnaði haldin árlega í september eða byrjun október. Fylgist með hér á vefnum.

Ökuleikni

Ökuleikni framhaldsskólanna hefur gengið vel. Við heimsóttum 8 skóla á höfuðborgarsvæðinu og fórum einnig á Akureyri og Egilsstaði. Yfir 50 keppendur hafa tekið þátt, og er því von á spennandi úrslitakeppni eftir áramót. Við lentum í ýmsum aðstæðum, allt frá glampandi sól í fljúgandi hálku. […]

By |2017-10-16T16:30:12+00:0025. nóvember 2005 | 06:18|

Ökuleikni framhaldsskólanna

Nú er hafið verkefni sem félagið hefur unnið lengi að. Það er Ökuleikni framhaldsskólanna. Fyrsta keppnin var haldin í Menntaskólanum í Kópavogi miðvikudaginn 12. október við Laugardalsvöllinn. Sigurvegari í karlariðli var Eyþór Arnar Ingvarsson og sigurvegari í kvennariðli Marta Gunnarsdóttir. Þau munu fara ásamt Ingibjörgu Guðmundsdóttur og Sigurgísla Júlíussyni í úrslitakeppni fyrir hönd MK. [...]

By |2017-10-16T16:30:12+00:0023. október 2005 | 09:48|

Íslandsmeistarakeppnin í Ökuleikni

Íslandsmeistarakeppnin í Ökuleikni fór fram þann 18. september við hús Sjóvá-Almennra. Keppt var á fjórum þrautaplönum á VW Golf og VW Polo. Það var Bindindisfélag ökumanna sem stóð fyrir keppninni í samstarfi við Heklu, en Sjóvá-Almennar lögðu til aðstöðu. […]

By |2017-10-16T16:30:12+00:0020. september 2004 | 09:29|

Íslandsmeistarakeppnin í Ökuleikni

Nú styttist í Íslandsmeistarakeppnina í Ökuleikni, en á þessu ári er Ökuleiknin 26 ára og mun keppnin verða með breyttu sniði. Ekki voru haldnar sérstakar undankeppnir eins og oft undanfarin ár heldur verður öllum heimilt að taka þátt í keppninni. Þó verður sett hámark á fjölda keppenda. […]

By |2017-10-16T16:30:12+00:0013. september 2004 | 21:27|
Go to Top