Ökuleikni

Íslandsmeistarakeppni í Ökuleikni er að jafnaði haldin árlega í september eða byrjun október. Fylgist með hér á vefnum.

Trukka- og rútuökuleikni

Þann 15. október 2011 verður seinni hluti Íslandsmeistarakeppninnar í Ökuleikni haldinn á svæði Ökuskóla 3 við Borgartún. Um er að ræða Trukkaökuleikni og Rútuökuleikni. Keppnin fer þannig fram að fyrst verður keppt á tveimur rútum (stórri annars vegar og lítilli hins vegar) og hins vegar á tveimur trukkum (stórum og litlum). Ekið er í gegnum [...]

By |2017-10-16T16:30:09+00:003. október 2011 | 22:20|

Nýkrýndir Íslandsmeistarar í Ökuleikni

Í dag, laugardaginn 10. september, fór fram 30. Íslandsmeistarakeppnin í Ökuleikni en keppnin fór fyrst fram í Reykjavík áriðr 1978. Um opna keppni var að ræða og spreyttu 14 keppendur sig á fjórum brautum sem settar höfðu verið upp á svæði Ökuskóla 3 við Borgartún. Mikil spenna var á milli keppenda og skildu [...]

By |2017-10-16T16:30:09+00:0010. september 2011 | 17:26|

Íslandsmeistarakeppni í Ökuleikni

Ákveðið hefur verið að Íslandsmeistarakeppnin í Ökuleikni verði haldin laugardaginn 10. September á svæði Ökuskóla 3 á Kirkjusandi í Reykjavík. Eins og venjulega er keppt í kvennariðli og karlariðli. Veitt verða verðlaun fyrir efstu þrjú sætin í hvorum riðli. Einnig er keppendum heimilt að mynda lið og verða veitt sérstök verðlaun til þess liðs sem [...]

By |2017-10-16T16:30:09+00:0019. ágúst 2011 | 21:15|

Spennandi keppni í Vogunum

Á fjölskylduhátíð í Vogunum þann 13. Ágúst var boðið upp á Ökuleikni sem hluta af hátíðinni. Keppnin var í tvennu lagi. Fyrst má segja að haldin hafi verið pólitísk Ökuleikni á fjarstýrðum bílum. Keppt var á milli fulltrúa nefnda sveitarfélagsins: Atvinnumálanefndar, Umhverfis- og skipulagsnefndar, Frístunda- og menningarnefndar og Fræðslunefndar. Það voru formenn nefndanna sem kepptu [...]

By |2017-10-16T16:30:14+00:0015. ágúst 2011 | 16:33|

Íslandsmeistarar í Ökuleikni

Í gær, laugardaginn 18. september, var Íslandsmeistarakeppni í Ökuleikni haldin við Borgartún í Reykjavík. Keppnin var öllum opin og tóku 19 þátt: 4 konur og 15 karlar. Keppnin var spennandi og hart barist um efstu sætin, bæði karla- og kvennamegin. Eftir að hafa ekið í gegnum fjögur þrautaplön og svarað sautján umferðarspurningum munaði aðeins 5 refsistigum á 1. og 2. sæti í kvennariðli. Sömuleiðis skildu aðeins nokkur refsistig að 2-4. sæti í karlariðli, en þó var sigur Íslandsmeistarans afgerandi.

By |2017-10-16T16:30:09+00:0019. september 2010 | 02:03|

Þrautaplan ÖKULEIKNI 2010

[singlepic id=8 w=320 h=240 float=right]Þessa stundina er unnið hörðum höndum að því að búa til þrautaplan fyrir Íslandsmeistarakeppnina í ÖKULEIKNI sem fer fram þann 18. september. Fylgist með því á næstu dögum munu þruataplönin birtast hér á vefnum og þá er hægt að byrja að æfa sig...

By |2017-10-16T16:30:10+00:007. september 2010 | 22:58|

Íslandsmeistarakeppni í Ökuleikni

Laugardaginn 18. september nk. verður haldin opin Íslandsmeistarakeppni í Ökuleikni. Keppnin verður haldin á svæði Ökukennarafélags Íslands við Kirkjusand í Reykjavík (þar sem strætó var áður með aðstöðu). Keppt er í kvennariðli og karlariðli og veitt verðlaun fyrir efstu þrjú sætin í hvorum riðli. Einnig er keppendum heimilt að mynda lið og verða veitt sérstök [...]

By |2017-10-16T16:30:10+00:005. september 2010 | 11:31|

Nýr Íslandsmeistari í Ökuleikni krýndur

Nú rétt í þessu var að ljúka Íslandsmeistarakeppni í Ökuleikni. Keppnin var haldin við Forvarnahúsið í Kringlunni. Töluverð spenna varð í keppninni enda margir reyndir ökumenn á svæðinu. Mesta keppnin var á milli efstu keppenda í kvennariðli. Það var ekki fyrr en í lokabrautinni sem úrslitin réðust. Einungis 19 sekúndur skildu þær tvær efstu að. [...]

By |2017-10-16T16:30:11+00:0026. september 2009 | 17:27|

Ökuleiknin á laugardaginn

Nú stendur undirbúningur yfir fyrir Íslandsmeistarakeppnina í Ökuleikni sem haldin verður á laugardaginn. Nú þegar hafa yfir 20 manns skráð sig til leiks og því ljóst að baráttan um toppsætin verður hörð. Enn er hægt að skrá sig en skráningarfrestur hefur verið settur til kl. 23:49 föstudaginn 25. september. Best er að skrá sig beint [...]

By |2017-10-16T16:30:11+00:0024. september 2009 | 15:25|

Trukkaökuleikni haldin 10. júní

Trukkaökuleikni var haldin í tengslum við Heklu hátíð laugardaginn 10. júní. Mikil spenna ríkti um efstu sætin og  ekki nema 8 refsistig sem skildu að 4 efstu keppendur. Það er lítið ef tillit er tekið til að ein snerting við keilu gerir 10 refsistig. Alls skráðu sig 25 manns og 23 þeirra luku keppni. Hægt [...]

By |2017-10-16T16:30:11+00:0014. júní 2006 | 15:46|

Ökuleikni framhaldsskólanna

Í dag, laugardaginn 22. apríl, var haldin Íslandsmeistarakeppni í Ökuleikni framhaldsskólanna. 12 keppendur mættu til leiks og óku í gegnum fjögur þrautaplön. Keppnin var gríðarlega spennandi og munaði nema nokkrum sekúndum á efstu mönnum. Keppt var í tveimur riðlum, karlariðli og kvennariðli og Íslandsmeistarar krýndir í hvorum riðli. Íslandsmeistari kvenna er Erla Steinþórsdóttir í Verkmenntaskólanum [...]

By |2017-10-16T16:30:12+00:0022. apríl 2006 | 21:05|

Ökuleikni framhaldsskólanna

Laugardaginn 22. apríl verður haldin úrslitakeppni í Ökuleikni framhaldsskólanna. Keppnisrétt hafa efstu keppendur úr forkeppnum sem haldar voru í haust. Keppnin verður haldin við hús Sjóvá í Kringlunni 5. Verðlaun verða veitt fyrir efstu þrjú sæti. Íslandsmeistararnir fá fríar tryggingar í eitt ár frá Sjóvá-strax og 2.-3. sæti fá Nokia farsíma. Þá mun það nemendafélag [...]

By |2017-10-16T16:30:12+00:002. apríl 2006 | 17:33|
Go to Top