Íslandsmeistarakeppni í Ökuleikni er að jafnaði haldin árlega í september eða byrjun október. Fylgist með hér á vefnum.
Íslandsmeistrar í Ökuleikni 2012
Í dag, sunnudaginn 30 . september, var haldin Íslandsmeistarakeppni í Ökuleikni. 18 keppendur tóku þátt í keppninni og varð niðurstaðan sú að Íslandsmeistarar eru Ævar Sigmar Hjartarson í karlariðli og Ragna Óskarsdóttir í kvennariðli. Lítið bar þó á milli efstu manna í riðlum og var Ævar, sem ók samtals á 379 sekúndum aðeins níu sekúndum [...]