Ökuleikni

Íslandsmeistarakeppni í Ökuleikni er að jafnaði haldin árlega í september eða byrjun október. Fylgist með hér á vefnum.

Bestu ökumenn landsins verðlaunaðir

Hjördís og Sighvatur langbestu ökumennirnir Íslandsmeistarakeppnin í Ökuleikni á fólksbílum var haldin í dag, sunnudaginn 1. október. Keppnin var fyrst haldin árið 1978 og fagnar því 39 ára afmæli í ár. Keppendur voru 13 og mættu við höfuðstöðvar Eimskips við Sundahöfn. Það var Sighvatur Jónsson sem sigraði karlariðilinn í níunda skipti en hann sigraði fyrst [...]

By |2017-10-16T16:30:12+00:001. október 2017 | 17:26|

Íslandsmeistarar í Ökuleikni á rútum og trukkum

Í dag fór fram Íslandsmeistarakeppni í Ökuleikni á rútum og trukkum á svæði Eimskips við Sundahöfn í Reykjavík. Fyrst var keppt á stórri rútu frá Austfjarðaleið og lítilli rútu frá SBA, hvort tveggja Benz rútur frá Öskju. Að þeirri keppni lokinni fór fram keppni þar sem keppt var annars vegar á Mercedes Benz Actros frá [...]

By |2017-10-16T16:30:04+00:0030. september 2017 | 17:09|

Íslandsmeistarar í Ökuleikni krýndir

Dagana 1. og 2. október fór fram árleg Íslandsmeistarakeppni í Ökuleikni á vegum Brautarinnar – bindindisfélags ökumanna. Keppnin var öllum opin og fór fram á svæði Ökuskóla 3 við Borgartún í Reykjavík. Trukkar  og rútur Laugardaginn 1. október var keppt á rútum og trukkum. Keppendur óku á Mercedes Benz sem Gray Line, Gámaþjónustan og Askja [...]

By |2017-10-16T16:30:05+00:002. október 2016 | 16:08|

Hjördís og Sighvatur Íslandsmeistarar

Hjördís og Sighvatur Íslandsmeistarar Í dag, sunnudaginn 20. septmember, fór fram seinni hluti Íslandsmeistarakeppninnar í Ökuleikni. Í gær var keppt á trukkum og rútum en í dag var keppt á fólksbílum. Ekið var í gegnum brautirnar á VW frá Heklu. Nokkrir fyrrum Íslandsmeistarar voru meðal keppenda og því hart barist. Munur á efstu [...]

By |2017-10-16T16:30:12+00:0020. september 2015 | 16:54|

Björgvin tvöfaldur Íslandsmeistari á rútum og trukkum

Í dag, laugardaginn 19. september, fór fram Íslandsmeistarakeppni í Ökuleikni á trukkum og rútum. Um var að ræða opna Íslandsmeistarakeppni þar sem allir með meirapróf gátu skráð sig. Allir bílar sem ekið var á í dag voru af gerðinni Mercedes Benz. Fyrst fór fram rútuökuleikni þar sem ekið var í gegnum þrautaplan á stórri rútu [...]

By |2017-10-16T16:30:13+00:0019. september 2015 | 15:28|

Steggur keppir í Ökuleikni

Þegar starfsmaður Kynnisferða ákvað að gifta sig leituðu samstarfsmenn hans til Brautarinnar um að halda Ökuleikni fyrir brúðgumann í steggjuninni. Að sjálfsögðu var sett upp Ökuleiknibraut á Sprinter eins og Kynnisferðir nota í starfsemi sinni. Brautin var gerð erfið og mjög vandasöm. Brúðguminn mætti á staðinn íklæddur fluggalla, skellti sér upp í rútuna, gerði sér lítið fyrir [...]

By |2017-10-16T16:30:05+00:003. maí 2015 | 09:48|

Brautin í samstarfi við grísk umferðarsamtök

Nýlega höfðu grísk umferðarsamtök RSI (Road Safety Institut) samband við Brautina og óskuðu eftir samstarfi við okkur þar sem bæði samtökin eru frjáls félagasamtök. Þessi samtök eru ekki alveg ókunn Íslandi því árið 2010 komu þau til landsins eftir að hafa heyrt af opnun Forvarnahússins. Það verkefni var tekið upp í Grikklandi og fór formaður [...]

By |2017-10-16T16:30:13+00:0021. desember 2014 | 22:16|

Íslandsmeistarakeppnir í Ökuleikni

Fyrir undirritaðan er það ætíð afar skemmtilegur tími, þegar Íslandsmeistarakeppni í Ökuleikni fer fram. Fyrir mörgum árum keppti ég sjálfur í þessari keppni með prýðis árangri. Og þrátt fyrir að vera einn af þeim aðilum sem heldur utan um keppnina í dag, þá er það ekki síðra að mæta á keppnisstað, ætíð gaman að sjá [...]

By |2017-10-16T16:30:05+00:0021. desember 2014 | 17:17|

Guðný og Sighvatur Íslandsmeistarar í Ökuleikni

Í dag voru Guðný Guðmundsdóttir og Sighvatur Jónsson krýnd Íslandsmeistarar í Ökuleikni á fólksbílum en keppnin er hluti af mikilli keppnishelgi við lok Samgönguviku. Það var Brautin – bindindisfélag ökumanna sem stóð fyrir keppninni sem hefur verið haldin síðan 1978. Guðný og Sighvatur hafa bæði hampað titlinu áður þar sem þetta er í þriðja skipti [...]

By |2017-10-16T16:30:05+00:0021. september 2014 | 17:11|

Íslandsmeistarar í Ökuleikni á trukkum og rútum

Í dag, laugardaginn 20. september, fór fram Íslandsmeistarakeppni í Ökuleikni á rútum og trukkum. Keppnin var haldin á svæði Ökuskóla 3 við Borgartún í Reykjavík en Brautin – bindindisfélag ökumanna stóð fyrir keppninni. Askja, Lífland, Ölgerðin, Ökukennarafélag Íslands, SBA – Norðurleið og Eimskip studdu dyggilega við keppnina. Til leiks voru skráðir 15 keppendur. Sumir höfðu [...]

By |2017-10-16T16:30:05+00:0020. september 2014 | 17:09|

Íslandsmeistarakeppni í Ökuleikni

Opin Íslandsmeistarakeppni í Ökuleikni verður haldin helgina 20. og 21. september á svæði Ökuskóla 3 við Borgartún í Reykjavík. Laugardagur Rútukeppni hefst kl. 12 (mæting 11:30) Trukkakeppni hefst kl. 14 (mæting 13:30) Sunnudagur Fólksbílakeppni hefst kl. 13 (mæting 12:30) Hægt verður að keppa sem einstaklingur en svo er líka í boði að mynda lið. Veitt [...]

By |2017-10-16T16:30:06+00:0012. september 2014 | 12:50|

Ökuleikni og Veltibílar

Laugardaginn 16. Ágúst höfðu félagsmenn í Brautinni í nógu að snúast. Beðið hafði verið um veltibílinn á tveimur stöðum. Á blómstrandi dögum í Hveragerði og á Volswagen dögum hjá Heklu í Reykjavík. Veltibíll félagsins var sendur á Blómstrandi daga og þar fóru 450 manns í hann. Brautin tók að sér að fá Forvarnatrukk Ökuskóla 3 [...]

By |2017-10-16T16:30:06+00:0017. ágúst 2014 | 12:01|

Ökuleikni í Vogunum á laugardaginn

Brautin mun sjá um Ökuleikni og kassabílarallý á Fjölskyldudögum í Vogunum laugardaginn 16. júní og verða keppnirnar haldnar við Stóru-Vogaskóla.  Hægt er að skrá sig  í afgreiðslu íþróttamiðstöðvarinnar í Vogunum í síma 440-6220. Í Ökuleikninnni keppa allir á VW frá Heklu.  Keppt verður í karla og kvennariðli og veitt verða verðlaun fyrir efstu sætin. Í Kassabílarallýinu verða veitt [...]

By |2017-10-16T16:30:06+00:0014. ágúst 2014 | 21:50|
Go to Top