Lög Brautarinnar – bindindisfélags ökumanna

1. grein
Heiti og heimili

Félagið heitir Brautin, bindindisfélag ökumanna. Félagssvæðið er landið allt. Heimili þess og varnarþing er í Kópavogi. Merki félagsins skal ákveðið á aðalfundi.

2. grein
Tilgangur félagsins

Tilgangur félagsins er:

  • Að hvetja til bindindis á áfenga drykki og önnur fíkniefni og stuðla að umferðaröryggi.
  • Að gæta hagsmuna félaga varðandi rekstur farartækja o.fl.

 

3.grein
Félagar

 

Sérhver einstaklingur sem samþykkir tilgang félagsins og lýsir yfir bindindi á áfengi og önnur fíkniefni getur orðið félagi.

Þeir félagar sem greiða tilskilin félagsgjöld halda réttindum sínum. Heiðursfélagar eru undanþegnir félagsgjöldum.

 

4. grein
Aðalfundur

 

Æðsta vald í málefnum félagsins er í höndum aðalfundar, sem haldinn skal fyrir maílok ár hvert. Boða skal til hans með viðurkenndum hætti með að minnsta kosti fjögurra vikna fyrirvara.

Á aðalfundi skulu tekin fyrir þessi mál:

  1. Skýrsla stjórnar fyrir síðastliðið starfsár.
  2. Endurskoðaðir reikningar félagsins lagðir fram til samþykktar. Reikningsárið er almanaksárið.
  3. Stjórnarkjör.
  4. Kosnir tveir skoðunarmenn reikninga og einn til vara.
  5. Ákvörðun félagsgjalda.
  6. Önnur mál.

 

5. grein
Stjórn

 

Stjórn félagsins hefur æðsta vald í málefnum félagsins á milli aðalfunda. Stjórnin er skipuð þremur aðalmönnum og tveimur varamönnum.
Formaður skal kosinn sérstaklega til tveggja ára í senn. Árlega skal kjósa einn aðalmann til tveggja ára og tvo varamenn til eins árs. Á fyrsta stjórnarfundi eftir aðalfund skiptir stjórnin með sér verkum.

6. grein
Ungmennadeild og starfshópar

Innan félagsins starfar ungmennadeild fyrir félagsmenn á aldrinum 12-25 ára. Stjórn félagsins velur forystu hennar og setur henni starfsreglur.

Stjórninni er heimilt að efna til samstarfs hópa félagssmanna, til dæmis eftir búsetu, og setur þeim starfsreglur.

 

7. grein
Lagabreytingar

 

Tillögur um lagabreytingar skulu sendar formanni minnst tveimur mánuðum fyrir aðalfund. Skulu þær kynntar í fundarboði.

Til breytinga á lögum félagsins þarf aukinn meirihluta greiddra atkvæða á aðalfundi.

Aldrei má breyta lögunum þannig að raskað sé megintilgangi félagsins samkvæmt 2. grein.

8. grein
Félagsslit

Til að leggja félagið niður þarf samþykki tveggja aðalfunda í röð og er nauðsynlegt að félagsslitin séu samþykkt með auknum meirihluta greiddra atkvæða á hvorum fundi. Geta skal sérstaklega áforms um félagsslit í fundarboði.

Verði félagið lagt niður skal eignum þess ráðstafað til málefna er þjóna tilgangi félagsins og síðasti aðalfundur samþykkir.

Lög samþykkt á 26. ársþingi BFÖ 1999.
Breytingar samþykktar á aðalfundi félagsins 26. maí 2005, á aðalfundi 26. maí 2009 og á aðalfundi 11. maí 2017.