oli_h-1Síðustu ár hefur Óli H. Þórðarson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Umferðarráðs, unnið að gerð gagnagrunns um banaslys á Íslandi. Um er að ræða gríðarlega yfirgripsmikið verk með skráningu á öllum þekktum banaslysum sem orðið hafa í umferðinni hér á landi.

Upplýsingar frá þér um banaslys í umferðinni fyrir árið 1968, s.s. nafn látins, slysdagur eða slysstaður, geta bætt gagnagrunninn.

olihthordarsonBrautin þakkar Óla fyrir þetta góða framtak og hvetur þá sem hafa upplýsingar sem gætu átt heima í grunninum til að hafa samband við hann.

Óli H. Þórðarson
Kvistalandi 7
108 Reykjavík

S. 553 0645 / 894 0100
olih@centrum.is

Skrifstofuaðstaða er hjá Rannsóknarnefnd samgönguslysa, Flugvallarvegi 7, 101 Reykjavík. olih@umferd.is

spjald_bak