
Stofnfundur Bindindisfélags ökumanna (BFÖ) var haldinn í Reykjavík þann 29. september 1953. Félagið fagnar því 70 ára afmæli í ár og fagnar tímamótunum með afmælisfundi sem verður haldinn föstudaginn 29. september kl. 17:00 í Hverafold 1-3. Allir félagsmenn eru velkomnir.
Dagskrá
- Ákvörðun tekin um framtíð Veltibílsins.
- Minnumst formanna og forseta sem nýverið féllu frá.
- Gæðum okkur á léttum veitingum í boði félagsins.
Páll H. Halldórsson
19. september 2023 19:58