Í dag fékk Brautin – bindindisfélag ökumann afhentan spunkunýjan Veltibíl af nýjustu gerð Volkswagen Golf frá Heklu. Við sama tækifæri var undirritaður áframhaldandi samstarfssamningur á milli Brautarinnar og Heklu.
Athöfnin fór fram við Perluna í dag og voru það Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, og Jón Gunnar Jónsson, forstjóri Samgöngustofu, sem fóru fyrstu veltuna. Þá afhenti Friðbert Friðbertsson, forstjóri Heklu, Árna Einarssyni, formanni Brautarinnar, formlega nýja Veltibílinn.
Öll umgjörð Veltibílsins hefur verið endurhönnuð með það að markmiði að auðvelda umgengni um bílinn og auka öryggi og aðgengi farþega. Veltibíllinn er byggður á Volkswagen Crafter vörubíl sem gerir hann sérstaklega aðgengilegan og auðveldan í vinnu.
Þar sem Brautin er sjálfboðaliðafélag væri ekki mögulegt að standa í svona endurnýjun án stuðnings öflugra fyrirtækja. Þau fyrirtæki sem standa þétt við bakið á félaginu í þessu verkefni eru Hekla, Volkswagen, Eimskip, Aðalskoðun, KFC, Góa, Orkan, BYKO, Jeppaþjónustan Breytir, ET, AB varahlutir, Würth og Bílaklæðningar Ragnars Valssonar. Eru þeim færðar alveg sérstakar þakkir fyrir þeirra mikilvæga framlag.
Guðmundur Karl Einarsson
10. júlí 2020 02:29