Aðalfundur Brautarinnar – bindindisfélags ökumanna verður haldinn mánudaginn 25. maí 2020 kl. 17:00. Fundurinn fer fram í Víkurhvarfi 1, gengið er inn að ofanverðu.
Dagskrá fundarins er samkvæmt 4. greinar laga félagsins:
- Skýrsla stjórnar fyrir síðastliðið starfsár.
- Endurskoðaðir reikningar félagsins lagðir fram til samþykktar. Reikningsárið er almanaksárið.
- Nýr Veltibíll félagsins kynntur og fundarmenn fá tækifæri til þess að prófa
- Stjórnarkjör.
- Kosnir tveir skoðunarmenn reikninga og einn til vara.
- Ákvörðun félagsgjalda.
- Skýrsla stjórnar um stöðu og framtíð félagsins.
- Kynning á lífsleikniverkefni Brautarinnar: Beinu brautinni.
- Önnur mál.
Nú hafa rafrænar kröfur fyrir félagsgjöldum verið stofnaðar í netbönkum félagsmanna. Félagsgjald ársins 2020 er 4.000 kr. Einnig hafa valgreiðslur verið stofnaðar í netbönkum eldri félaga (70 ára og eldri) en margir þeirra kjósa að styrkja félagið áfram.
Guðmundur Karl Einarsson
2. apríl 2020 22:29