Veltibíllinn hefur verið mikið notaður frá því í vor og hafa ríflega 11.000 manns fengið að upplifa mikilvægi bílbeltanna. Á vorin eru það helst vorhátíðir grunnskólanna sem fá bílinn í heimsókn en þegar þeim lýkur taka bæjarhátíðirnar við. Alls hefur bíllinn farið í 32 heimsóknir á þessu ári og enn eru að minnsta kosti 7 til viðbótar staðfestar. Því má búast við að um a.m.k. 14.000 manns prófi bílinn.
Brautin fagnar því mjög að svo margir prófi bílinn enda er mikilvægi bílbeltanna óumdeilt og markmiðið því að sem flestir fái að prófa bílinn. Veltibíllinn er í 2/3 hluta eigu Brautarinnar – bindindisfélags ökumanna og 1/3 hluta í eigu Ökuskóla 3 ehf. Hekla og Volkswagen styðja verkefnið með því að leggja til VW Golf. Auk þess eru Sjóvá, Goodyear og Bílanaust samstarfsaðilar félagsins í verkefninu.
Hér fyrir neðan eru nokkrar myndir frá þessu starfsári.
Guðmundur Karl Einarsson
9. ágúst 2019 01:41