Gáttaþefur var mjög lyktnæmur og þegar hann var nýkominn til byggða sá hann bíl koma akandi fram hjá honum og keyrði sá beint í poll sem þar var og sletti vatni yfir hann allan. Auk þess var svartur reykur sem kom úr afturenda bílsins og fyllti nefið á aumingja Gáttaþefi sem hélt að hann væri að kafna.
Bíllinn stoppaði við búð sem þarna var nálægt og ákvað Gáttaþefur að tala við bílstjórann því honum fannst hann ekki hafa sýnt næga tillitssemi þegar hann var að keyra. „Ó fyrirgefðu“ sagði bílstjórinn. Ég var bara ekkert að hugsa þegar ég var að keyra. Já og svo er bíllinn eitthvað bilaður og spúir svörtu sóti út um púströrið.“ Gáttaþefur var nú ekki alveg ánægður með þessi svör og benti bílstjóranum á að það væru fleiri sem væru á ferð í umferðinni og hann yrði að hugsa um þá líka og sýna þeim tillitssemi. Hann yrði að láta laga bílinn og ekki keyra þannig að það valdi öðrum óþægindum eða hættu. „Þetta er öldungis rétt hjá þér“ sagði bílstjórinn. „Ég verð að taka mig á og laga þetta. Ég gæti líka hegðað mér betur þegar ég er að keyra. Hleypa öðrum bílum inn í umferðina, hjálpa þeim sem eru í vandræðum og stoppa fyrir gangandi vegfarendum sem ætla yfir götuna. Ég held bara að ég reyni að laga þetta. Takk fyrir að benda mér á þetta“ sagði bílstjórinn og gekk síðan inn í búðina.
Gáttaþeftur var hálf ruglaður í ríminu og klóraði sér í kollinum og gekk síðan glaður burt til að klára að dreifa gjöfunum í skó þægu barnanna, ánægður með að hafa látið gott af sér leiða.
Guðmundur Karl Einarsson
22. desember 2018 07:00