Giljagaur húkkaði sér far með flottum bíl í bæinn þar sem vélsleðinn hans var ekki í lagi. Ekki vildi betur til en að ökumaður bílsins rann aftan á annan bíl þegar komið var að fyrstu gatnamótum í bænum. Þegar lögreglumaðurinn kom á staðinn sagði hann bílstjóranum að bilið milli bílanna hefði verið allt of stutt. Og að í svona færi þyrfti jafnvel enn meira bil, þar sem bílarnir renna auðveldlega áfram þegar snjór eða hálka er á götum.
Nú vonar Giljagaur að bróðir hans Stekkjastaur hafi passað upp á að hafa nóg bil í næsta bíl þegar hann ók í Passatinum hennar Grýlu í bæinn því lögreglumaðurinn hafði sagt að það væru bara jólasveinar í umferðinni sem hefðu of stutt bil milli bíla sem væri ein algengasta ástæða svona óhappa.
Guðmundur Karl Einarsson
13. desember 2018 07:00