Laugardaginn 5. maí sl. afhenti Bílanaust félaginu tvo barnabílstóla af gerðinni Britax til þess að nota með Veltibílnum. Bílanaust hefur um árabil séð um að Britax barnabílstólar séu til staðar í Veltibílnum og var nú kominn tími á endurnýjun. Það er mikilvægt að hafa barnastóla til staðar þannig að allir aldurshópar hafi tækifæri til þess að upplifa mikilvægi bílbeltanna. Enda er ekki síst mikilvægt að kenna ungviðinu strax hve miklu máli það skiptir að hafa beltin spennt.
Af þessu tilefni var slegið upp vorhátíð í snjókomunni á Dvergshöfðanum á laugardaginn. Veltibíllinn var á staðnum, tilboð voru á sumarvörum og boðið upp á pylsur. Það var sérstaklega gaman að margar fjölskyldur komu saman og prófuðu bílinn.
Brautin færir Bílanaust bestu þakkir fyrir gjöfina.
Guðmundur Karl Einarsson
8. maí 2018 12:24