Stjórn Brautarinnar – bindindisfélags ökumanna, boðar til almenns félagsfundar fimmtudaginn 30. nóvember næstkomandi. Fundurinn verður haldinn í Víkurhvarfi 1 í Kópavogi (félagsmiðstöð IOGT) kl. 17:00-19:30. Léttar veitingar í boði. Ekið er upp með húsinu og gengið inn að ofanverðu.
Fundurinn er haldinn samkvæmt samþykkt aðalfundar félagsins 11. maí 2017 um að boða til sérstaks félagsfundar í haust þar sem rætt yrði um stöðu, hlutverk og framtíð Brautarinnar.
Stjórn Brautarinnar mun nýta yfirstandandi starfsár til þess að fara í saumana á starfi og verkefnum félagsins í því skyni að greina stöðu þess, mikilvægi, möguleika og tækifæri í nánustu framtíð og leggja niðurstöður sínar fyrir aðalfund 2018. Þar er áætlað að taka ákvarðanir um og leggja línur fyrir framtíðina. Með fundinum vill stjórn Brautarinnar gefa félagsmönnum kost á að koma að þessu verkefni.
Guðmundur Karl Einarsson
10. nóvember 2017 22:31