Í gær, 6. nóvember, varð umferðarslys á Hellisheiði. Samkvæmt neðangreindri frétt Mbl.is missti ökumaður vörubíls stjórn á bílnum og kom við það mikið högg á bílinn. Ökumaðurinn kastaðist út úr bílnum farþegamegin en vörubíllinn hélt áfram og lenti á víravegriði sem þarna er. Ökumaðurinn slasaðist og var fluttur á sjúkrahús. Ljóst er að betur hefði farið ef bílbeltin hefðu verið notuð. Því miður vitum við að bílbeltanotkun er ekki nógu góð hjá ökumönnum stórra bíla. Sumir þeirra telja að þeir séu svo öruggir í stórum að þau þurfi ekki en dæmin sýna annað.
http://www.mbl.is/frettir/innlent/2017/11/06/vorubill_thveradi_thjodveginn/
Guðmundur Karl Einarsson
7. nóvember 2017 12:11