Brautin-bindindisfélag ökumanna hefur undanfarin misseri verið í samstarfi við umferðaröryggissamtök í Grikklandi sem kalla sig RSI. Brautin hefur sent mann nokkrum sinnum til Grikklands til að koma á fót forvarnahúsi og öðrum verkefnum.
Í sumar leituðu þessi samtök til Brautarinnar um aðstoð og samstarf þar sem þau voru beðin að vera með stöðvar á alþjóðlega skátamótinu á Úlfljótsvatni sem vara við ölvunarakstir og truflun í akstri.
Brautin er þessa dagana að undirbúa þetta verkefni sem verður dagana 31.júlí – 2. ágúst. Félagið mun nota veltibílinn, ökuherminn og ölvunargleraugun en grísku samtökin koma með verkefni sem sýna fram á truflun í umferðinni, viðbragðstæki sem sýnir samhengi milli viðbragðs og truflunar. Félögin verða með viðhorfskönnun sem lögð er fyrir hópana sem koma.
Brautin mun senda starfsmann og sömuleiðis grísku samtökin en einnig munu nokkrir skátar aðstoða við verkefnið. Á skátamótinu verða 5000 manns og því kjörið tækifæri fyrir okkur að koma á framfæri skilaboðum um hættu af ölvunarakstri og hve lítið þurfi til að trufla ökumann í akstri.
Einar Guðmundsson
26. júlí 2017 09:17