Aðalfundur Brautarinnar – bindindisfélags ökumanna verður haldinn fimmtudaginn 11. maí 2017 kl. 17:00. Fundurinn fer fram í Víkurhvarfi 1, gengið er inn að ofanverðu.
Dagskrá fundarins er samkvæmt 4. greinar laga félagsins:
- Skýrsla stjórnar fyrir síðastliðið starfsár.
- Endurskoðaðir reikningar félagsins lagðir fram til samþykktar. Reikningsárið er almanaksárið.
- Stjórnarkjör.
- Kosnir tveir skoðunarmenn reikninga og einn til vara.
- Ákvörðun félagsgjalda.
- Lagabreytingar
- Önnur mál.
Stjórn Brautarinnar – bindindisfélags ökumanna leggur til eftirfarandi breytingu á 1. grein laga félagsins þar sem heimilisfang félagsins er nú í Kópavogi en ekki í Reykjavík.
Núverandi grein hljóðar svo:
Félagið heitir Brautin, bindindisfélag ökumanna. Félagssvæðið er landið allt. Heimili þess og varnarþing er í Reykjavík. Merki félagsins skal ákveðið á aðalfundi.
Lagt er til að greinin hljóði svo:
Félagið heitir Brautin, bindindisfélag ökumanna. Félagssvæðið er landið allt. Heimili þess og varnarþing er í Kópavogi. Merki félagsins skal ákveðið á aðalfundi.
Guðmundur Karl Einarsson
11. apríl 2017 15:14