Sérfræðingar leiða í ljós hvað í raun gerist þegar þú verður drukkin(n)
- Etanól binst viðtökum sem hægja á öllum viðbrögðum
- En mynda örvandi efni sem lætur þér líða vel, dópamín sem fer upp í heilann.
- En það breytir einnig ýmiskonar líkamsstarfssemi s.s. öndun og líkamshita.
- 7 kaloríur á hvert gramm áfengis – góð leið til að grennast
- Önnur algengasta ástæða sem veldur krabbameini
- Lifrarskemmdir vegna reglulegrar drykkju
- Eykur líkur á háum blóðþrýstingi
- Dregur úr gæðum svefns
Meðfylgjandi grein sýnir áhrif etanóls sem allt áfengi inniheldur á líkama okkar.
Það hefur bæði áhrif á svokallaða GABA viðtaka sem auka vellíðan og einnig á NMDA viðtaka sem valda þreytu og hafa jafnvel áhrif á minnið segja rannsakendur, jafnvel valdið „blackout“ eða minnisleysi. Etanólið er sagt valda því að heilinn losar örvandi efni á borð við Norepinephrine, Adrenalín og Cortisol. Öndunarvegir opnast betur og meira súrefni flæðir til heilans sem lætur þér líða eins og þér líði enn betur. En Etanólið dregur einnig úr ýmissi heilastarfsemi sem hindrar að hann fái næga orku til að vinna sín störf. Slíkt getur leitt til slæmra ákvarðana. Etanólið hefur áhrif á mörg hormón s.s. þvagtemprandi hormón. Þér finnst þú þurfa að pissa oftar.
Önnur áhrif geta verið hættulegri.
Það hægir á þeim hluta heilans sem stjórnar vöðvum sem veldur klaufalegri hreyfigetu einstaklings. Það hefur einnig áhrif á þætti sem halda þér lifandi, s.s. að dæla blóði um líkamann, öndun og líkamshita. Etanólið getur haft áhrif á getu líkamans til að tempra hita sem leiðir til þess að þér finnst þér vera heitt jafnvle þó ískalst sé úti. Myndbandið bendir á ýmsa aðra þætti en bendir jafnframt á að það dragi úr þessum neikvæðu áhrifum að vera með magann fullan. Það hægir á upptöku etanólsins í gegn um magaveggina og inn í blóðið.
Myndbandið og greinina má sjá hér: http://www.dailymail.co.uk/health/article-4069276/Your-brain-alcohol-Experts-reveal-REALLY-happens-drunk.html
Einar Guðmundsson
30. desember 2016 00:00