Dagana 1. og 2. október fór fram árleg Íslandsmeistarakeppni í Ökuleikni á vegum Brautarinnar – bindindisfélags ökumanna. Keppnin var öllum opin og fór fram á svæði Ökuskóla 3 við Borgartún í Reykjavík.
Trukkar og rútur
Laugardaginn 1. október var keppt á rútum og trukkum. Keppendur óku á Mercedes Benz sem Gray Line, Gámaþjónustan og Askja lánuðu. 19 keppendur tóku þátt og var keppnin spennandi eins og svo oft áður. Keppendur óku í gegn á litlum bílum (Sprinter) og svo á stórum bílum. Íslandsmeistari á rútum varð Kristján Jóhann Bjarnason en hann ók á 337 sekúndum. Í trukkaflokka varð Hilmar Þorbjörn Halldóruson skarpastur en hann ók á 252 sekúndum. Keppendur gátu myndað með sér lið og voru það Shellarar sem sigruðu í trukkaflokki en lið frá Gray line í rútuflokki.
Keppnin var haldin af Brautinni í samstarfi við Gámaþjónustuna, Gray Line, Öskju, Eimskip, Ökukennarafélag Íslands, Ölgerðina og Sjóvá.
Ökuleikni 2016. Úrslit trukkar og rútur
Myndir frá rútu- og trukkakeppninni.
Trukkar
- Hilmar Þorbjörn Halldóruson (252 sek)
- Óskar Kristófer Leifsson (268 sek)
- Sigurður Sigurbjörnsson (186 sek)
Rútur
- Kristján Jóhann Bjarnason (337 sek)
- Sigurður Sigurbjörnsson (374 sek)
- Björgvin Gunnarsson (394 sek)
Fólksbílar
Sunnudaginn 2. október var svo komið að Íslandsmeistarakeppni í ökuleikni á fólksbílum. Keppendur óku tvisvar í gegnum tvö plön á VW bifreiðum sem Hekla lánaði. N1 og Hekla gáfu verðlaun í keppninni. Níu keppendur voru skráðir til leiks og óku í nokkuð hvössu veðri á plani Ökuskóla 3 við Borgartún í Reykjavík.
Að þessu sinni vörðu Íslandsmeistarar karla og kvenna frá 2015 titla sína en Hjördís Heiða Ásmundsdóttir varð Íslandsmeistari kvenna með 674 sekúndur. Sighvatur Jónsson varð Íslandsmeistari karla með 360 sekúndur.
Keppnin var haldin af Brautinni í samstarfi við N1, Heklu, Ökukennarafélag Íslnads, Ölgerðina og Sjóvá.
Ökuleikni 2016. Úrslit fólksbílar
Konur
- Hjördís Heiða Ásmundsdóttir (674 sek)
- Aníta Rut Guðmundsdóttir (750 sek)
- Guðný Ásgeirsdóttir (756 sek)
Karlar
- Sighvatur Jónsson (360 sek)
- Atli Grímur Ásmundsson (422 sek)
- Ævar Sigmar Hjartarson (457 sek)
Guðmundur Karl Einarsson
2. október 2016 16:08