Í dag, laugardaginn 19. september, fór fram Íslandsmeistarakeppni í Ökuleikni á trukkum og rútum. Um var að ræða opna Íslandsmeistarakeppni þar sem allir með meirapróf gátu skráð sig. Allir bílar sem ekið var á í dag voru af gerðinni Mercedes Benz.
Fyrst fór fram rútuökuleikni þar sem ekið var í gegnum þrautaplan á stórri rútu annars vegar og lítilli rútu hins vegar. Átta keppendur tóku þátt sem var nokkuð undir þátttöku liðinna ára en veðrið var svo sem ekki upp á marga fiskana.
Um kl. 13:30 hófst svo trukkakeppnin þar sem ekið var á stórum Actros annars vegar og Sprinter sendibíl hins vegar. Flestir rútukarlarnir tóku þátt í trukkakeppninni en einnig nokkrir til viðbótar.
Það var Björgvin Gunnarsson sem hampaði Íslandsmeistaratitlinum í báðum keppnum og er hann því tvöfaldur Íslandsmeistari. Þá var lið hans, Smuraparnir, einnig hlutskarpast í liðakeppninni á trukkum.
Það var Brautin – bindindisfélag ökumanna sem stóð fyrir keppninni í samstarfi við Öskju, Matfugl, Ölgerðina, Ökukennarafélag Íslands, SBA-Norðurleið, Eimskip og Snæland Grímsson.
Á morgun, sunnudaginn 20. september, fer seinni hluti keppninnar fram þar sem haldin verður Íslandsmeistarakeppni í Ökuleikni á fólksbílum. Þá verður keppt á VW bílum sem Hekla lánar.
Rútur:
- Björgvin Gunnarsson, 314 sekúndur
- Smári Baldursson, 338 sekúndur
- Kristján Jóhann Bjarnason, 383 sekúndur
Lið Smára Baldurssonar og Atla Gríms Ásmundssonar, Driver, lenti í fyrsta sæti.
Trukkar:
- Björgvin Gunnarsson, 217 sekúndur
- Sigurður Sigurbjörnsson, 240 sekúndur
- Óskar Kristófer Leifsson, 268 sekúndur
Lið Björgvins Gunnarsonar og Sigurðs Sigurbjörnssonar, Smuraparnir, lent í fyrsta sæti.
Rútu- og trukka-kuleikni 2015 – Úrslit
Guðmundur Karl Einarsson
19. september 2015 15:28