Föstudaginn 6. febrúar stóð IOGT á Íslandi fyrir morgunfundi í Norræna húsinu undir yfirskriftinni Áfengi – engin venjuleg neysluvara. Voru þar haldin nokkur erindi um áfengi og þau áhrif sem það hefur í samfélaginu. Einar Guðmundsson, formaður Brautarinnar, hélt erindi sem bar yfirskriftina Áfengi í umferðinni. Ræddi Einar um áhrif áfengisneyslu á umferðina og umferðarslys. Einnig um reynslu annarra þjóoða af breytingum á áfengissölu m.t.t. umferðarinnar. Þeir sem hafa áhuga geta nálgast glærur úr fyrirlestri Einars hér fyrir neðan.
Guðmundur Karl Einarsson
6. febrúar 2015 16:05