Í dag, laugardaginn 20. september, fór fram Íslandsmeistarakeppni í Ökuleikni á rútum og trukkum. Keppnin var haldin á svæði Ökuskóla 3 við Borgartún í Reykjavík en Brautin – bindindisfélag ökumanna stóð fyrir keppninni. Askja, Lífland, Ölgerðin, Ökukennarafélag Íslands, SBA – Norðurleið og Eimskip studdu dyggilega við keppnina.
Til leiks voru skráðir 15 keppendur. Sumir höfðu keppt áður en aðrir komu inn nýir. Eftir að hafa svarað umferðarspurningum byrjuðu keppendur á að aka í gegnum tvö þrautaplön. Á öðru planinu var ekið á stórri rútu en á lítilli rútu á hinu planinu. Rúturnar komu báðar frá SBA Norðurleið.
Eftir að hafa ekið í gegn á rútum var skipt yfir á trukk frá Líflandi og sendibíl frá Öskju.
Tíminn var tekinn og fyrir hverja villu sem keppendur gerðu bættust 20 sekúndur við tímann. Þá bættust 5 sekúndur við tímann fyrir hverja villu í spurningum.
Keppendur tóku þátt sem einstaklingar en þeim gafst einnig kostur á að mynda lið. Verðlaun voru veitt fyrri efstu þrjú sætin í einstaklingskeppnum og efsta sæti í liðakeppnum. Eimskip gaf verðlaun fyrir trukkakeppnina og Askja fyrir rútukeppnina.
Úrslit
Rútur
- Kristján Jóhann Bjarnason 491 sek
- Atli Grímur Ásmundsson 501 sek
- Smári Baldursson 505 sek
Efstir í liðakeppni urðu Uppgjafarútubílstjórar en það lið var skipað þeim Sigurði Sigurbjörnssyni og Björgvini Gunnarssyni.
Trukkar
- Björgvin Gunnarsson 322 sek
- Óskar Kristófer Leifsson 371 sek
- Ævar Sigmar Hjartarsson 376 sek
Uppgjafarútubílstjórarnir urðu sömuleiðis efstir í liðakeppni á trukkum.
Úrslit í trukka- og rútuökueikni 2014
Guðmundur Karl Einarsson
20. september 2014 17:09