Rannsókn frá 2009 sýnir að ökumenn smitaðir af vírus s.s. kvefi eða flensu hafi skertari athygli við akstur og allt að 11% lengra viðbragð en aðrir. Það er álíka skert athygli og sá sem hefur innbyrt tvöfaldan Whisky. Reyndar hefur áfengið einnig áhrif á fleira en athyglina. Ástæðan getur verið að viðkomandi hefur ekki sofið nægilega vel, lyfin sem hann tekur gerir hann sljóari eða jafnvel sjúkdómurinn sjálfur getur haft þessi áhrif. Prófunin var gerð með því að láta fólk aka í ökuhermi, bæði heilbrigða einstaklinga og veika. Niðurstaðan var mjög eindregin.
Þeir sem kvefaðir voru komu verst út í viðbragði og skertri athygli. Hnerri getur haft veruleg áhrif. Ef gert er ráð fyrir að hnerri taki 2 sekúndur þá sýnir neðangreind tafla hversu langt bíllinn fer á einum hnerra. Viðmiðið er fótboltavöllur. Hér sést hve langt bíllinn fer á einum hnerra.
Talið er að í Evrópu megi rekja beint eða óbeint eitt af hverjum fjórum umferðaróhappa til lyfjaneyslu hvers konar.
Norsk rannsókn (framkvæmd af Norwegian Institute of Public Health) sýnir að notkun Codeine aukin áhætta er á að lenda í umferðarslysi eftir notkun verkjastillandi lyfja s.s. Codein og Tramadol, Paralgin forte og Pinex forte. Það virðist taka mis langan tíma fyrir líkamann að losa sig við þau efni sem þessum áhrifum valda. Hliðarverkanir af völdum þessara lyfja geta verkað á taugakerfið og valdið aukinni slysahættu.
Þeir telja að önnur lyf sem eiga m.a. að meðhöndla háan hita, háan blóðþrýsting og flogaveiki svo dæmi séu tekin, geta einnig haft hliðarverkanir sem lengja viðbragsðtíma ökumanna.
Í meðfylgjandi töflu er talan einn tákn fyrir engin áhrif og talan 4 fyrir verulega skerta ökuhæfni (heimild. TÜV Rheinland):
Lyfjahópar | Áhættustuðull |
---|---|
Svefn- og róandi lyf | 3.5 |
Geðlyf | 2.9 |
Hjartalyf | 2.8 |
Ofnæmislyf | 2.6 |
Þunglyndislyf | 2.6 |
Örvandi lyf | 2.5 |
Verkjalyf | 2.5 |
Háþrýstings lyf | 1.3 |
Svo virðist sem hættan sé mest fyrst við töku lyfjanna. Þeir sem þurfa að taka sum þessara lyfja að staðaldri lækka áhættuna með tímanum.
Einar Guðmundsson
15. september 2014 09:24