photo1Dagana 11 – 13. júlí fer fram bæjarhátíðin Heim í Búðardal. Það eru sjálfboðaliðar sem hafa annast skipulagningu hátíðarinnar og því eru eðlilega ekki til miklir peningar. Einn sjálfboðaliðanna, Sigurður Sigurbjörnsson, hafði mikinn áhuga á að fá Veltibílinn í heimsókn en eina vandamálið var kostnaðurinn. Illa hafði gengið að fá fyrirtæki til þess að greiða fyrir heimsóknina og setti hann því fram spurningu á Facebook um hvort menn hefðu hugmyndir. Skemmst er frá því að segja að nokkur fyrirtæki og einstaklingar tóku sig saman og greiddu á bilinu 5 – 10 þúsund krónur með það að markmiði að fá Veltibílinn í Búðardal. Brautin kom líka til móts við heimamenn með lækkuðu verði.

Því fór það svo að Veltibíllinn verður í gangi í Búðardal laugardaginn 12. júlí kl. 14-17. Allir eru velkomnir í bílinn og finna þannig á eigin skinni hve mikilu máli það skiptir að spenna beltin.

Frétt um málið á Búðardalur.is. 

Guðmundur Karl Einarsson

11. júlí 2014 15:15