Í dag, föstudaginn 13. júní, voru Bíladagar settir á Akureyri. Við opnun hátíðarinnar stóð Brautin fyrir Ökuleikni í samstarfi við Eimskip. Keppnin var spennandi og tóku 14 keppendur þátt. Ekki skemmdi frábært veður fyrir og gátu áhorfendur notið keppninnar. Eimskip gaf verðlaun í fyrstu þrjú sætin í bæði karlariðli og kvennariðli.
Hekla og Bílaleiga Akureyrar lánuðu VW Golf til þess að keppa á. Brautin færir Eimskip, Heklu og Bílaleigu Akureyrar bestu þakkir fyrir veitta aðstoð.
Úrslitin voru þessi:
Kvennariðil
- Þórunn Anna Arnbjörnsdóttir
- Sæbjörg Sylvía Kristinsdóttir
- Anna Margrét Eyþórsdóttir
Karlariðill
- Viktor Agnar
- Jósep Snæbjörnsson
- Haukur Jónsson
Aðalsteinn Gunnarsson
13. júní 2014 21:48