Kæri félagsmaður í Brautinni
Stjórn Brautarinnar vill minna þig á aðalfund félagsins en hann verður haldinn miðvikudaginn 28. maí kl. 18.00 í Brautarholti 4a í Reykjavík. Félagið varð 60 ára á starfsárinu og mörg ný tækifæri hafa skapast fyrir félagið að vinna að sínum markmiðum.
Á dagskrá aðalfundarins eru venjuleg aðalfundarstörf. Kynntar verða nýjar kannanir sem félagið hefur verið að gera í umferðinni. Þá mun Guðni Sveinn Theodórsson ökukennari halda erindi um ýmsar nýjungar í nýjum bílum.
Veitingar verða í boði félagsins.
Félagið vill minna á að félagar fá afslátt hjá N1 á eftirfarandi þjónustu:
- 6 kr afsláttur af hverjum eldsneytislítra
4 kr af lítra við dælu og 2 kr inn á Safnkort - 15% afsláttur af rekstrarvörum á þjónustustöðvum:
12% afsláttur á kassa og 3% inn á Safnkort. Gildir af öllum vörum nema tóbaki, símakortum, happadrættismiðum og tímaritum - 10-20% afsláttru af bíla- og rekstrarvörum í verslunum (sjá lista á heimasíðu Brautarinnar)
Þá hefur Bílaleiga Akureyrar boðið okkur 10% afslátt af bílaleigubílum.
Stjórnin vonast til að sjá þig á fundinum.
Einar Guðmundsson
formaður
Einar Guðmundsson
23. maí 2014 17:14