Í þættinum Flakk á Rás 1 laugardaginn 21. desember var fjallað um bindindisstúkur á Íslandi. Umsjónarmaðurinn komst að raun um að aðeins tvær slíkar eru starfandi á landinu. Þó að Brautin – bindindisfélag ökumanna sé ekki stúka þá var engu að síður tekið viðtal við formann félagsins, Einar Guðmundsson, og hann spurður út í starf félagsins.
Viðtalið má heyra á ruv.is og hefst umfjöllun um Brautina á 41:00.
Guðmundur Karl Einarsson
21. desember 2013 14:00