Helgina 5 – 6. október stendur mikið til en þá fara fram Íslandsmeistarakeppnir í Ökuleikni. Keppnirnar fara fram á svæði Ökulskóla 3 við Borgartún 41 í Reykjavík (þar sem Strætó var áður með aðstöðu).
Laugardaginn 5. október verður keppt á trukkum og rútum. Rútukeppnin hefst kl. 12 og trukkakeppnin kl. 14. Mæting keppenda er 30 mínútum fyrrr eða kl. 11:30 og 13:30. Keppendur í trukka- og rútukeppninni keppa bæði sem einstaklingar en einnig er boðið upp á að mynda lið sem keppa.
Sunnudaginn 6. október verður svo keppt á fólksbílum og hefst keppnin kl. 13:00. Mæting keppenda er kl. 12:30.
- Netskráningu í ökuleikni er lokið. Skráning fer nú fram í síma 588 9070 og á staðnum fyrir keppni.
Þátttökugjald er 1.000 kr á mann í hvora keppni.
Hér fyrir neðan má sjá þrautaplönin sem ekið verður í gegnum:
Guðmundur Karl Einarsson
18. september 2013 22:55