Þann 29. September 1953 var félagið okkar stofnað og því verða 60 ár liðin frá stofnun félagsins á sunnudaginn. Félagið hefur unnið ötullega að forvarnastarfi öll þessi ár og er enn að.
Í tilefni afmælisins er félögum boðið að koma í Skipholt 4a í Reykjavík milli kl. 15 og 17, þiggja veitingar og skoða hluta af því sem félagið hefur verið að gera. Við vonum að félagar sjái sér fært að heiðra okkur með nærveru sinni á þessum merka degi. Við hvetjum þig félagi góður að fara á skráningarsíðuna okkar, skrá nafn þitt og netfang og merkja hvort þú komist eða ekki. Netfangið mun nýtast til að við getum sent þér reglulega fréttabréf um starf félagsins.
Einar Guðmundsson
17. september 2013 08:40