Laugardaginn 17. ágúst verður keppt í Ökuleikni í Vogunum sem hluti af Fjölskyldudögum 2013 í Vogum. Brautin annast Ökuleikni sem hefst kl. 12:45 við Stóru-Vogaskóla. Þátttaka er ókeypis en allir keppendur aka í gegnum brautina á VW sem Hekla lánar til keppninnar. Hér fyrir neðan má sjá þrautaplanið sem ekið verður í gegnum.
Þrautaplan undankeppnir 2013-Vogar
Fyrir keppnina eða kl. 11:45 verður Ökuleikni á kassabílum á sama stað sem allir geta tekið þátt í. Hér má sjá brautina sem ekið verður í gegnum:
Ökuleikni kassabílar Vogar 2013
Veltibíllinn í Hveragerði
En það er fleira að gerast þennan dag því Veltibíllinn verður í Hveragerði á milli kl. 13 og 16 sem hluti af dagskrá Blómstrandi daga í Hveragerði. Bíllinn verður staðsettur við Mjólkurbúsplanið og kostar ekkert að fara veltu.
Guðmundur Karl Einarsson
15. ágúst 2013 14:15