Laugardaginn 13. apríl 2013 var Eimskip með bílstjóradag fyrir dreifingardeildina á höfuðborgarsvæðinu. Þetta er árlegur viðburður og að þessu sinni var leitað til Brautarinnar um aðstoð við fundinn og var hluti námskeiðsins Ökuleikni sem Brautin undirbjó og lagði til starfsmenn og tæki til.
Ökuleiknin var sér hönnuð með tilliti til efnis bílstjóradagsins sem var akstur við þröngar aðstæður. Hópnum var skipt niður á námskeiðinu og vann ákveðin verkefni tengt þemanu. Til að leggja áherslu á að tengja þetta veruleikanum, þá voru sett um 4 eins þrautaplön og fékk hver hópur það verkefni að koma flutningabílnum í gegn um erfiðar þrautir með öllum bílstjórum hópsins. Þetta hópverkefni heppnaðist mjög vel og voru bílstjórar mjög áhugasamir um að finna bestu lausnirnar og lærðu hver af öðrum. Var það samdóma álit þeirra að svona verkefni skilaði sér tvímælalaust í betri akstri og að þetta fyrirkomulag eigi tvímælalaust erindi inn á bílstjóranámskeið hjá Eimskip.
Guðmundur Karl Einarsson
14. apríl 2013 11:38