Brautin og Ölgerðin hafa í vetur átt með sér gott samstarf sem miðar að því að bæta þekkingu ökumanna Ölgerðarinnar. Þannig hélt Brautin sérstaka Ökuleikni fyrir bílstjóra Ölgerðarinnar á haustmánuðum og vakti keppnin mikla ánægju þrátt fyrir lítils háttar rigningu. Nú í mars var svo haldið stutt námskeið fyrir bílstjórana sem hluti af öryggisviku Ölgerðarinar. Efni námskeiðsins byggði á gildum fyrirtækisins: Já hf (Jákvæðni, Áreiðanleiki, Hagkvæmni og Frumkvæði) og hvernig þau nýtast til þess að gera aksturinn betri og öruggari.
Þá lánaði Ölgerðin Brautinni flutningabíl til þess að nota í Íslandsmeistarakeppni í trukkaökuleikni sem einnig var haldin á haustmánuðum.
Guðmundur Karl Einarsson
21. mars 2013 14:06