Í dag, laugardaginn 18. ágúst, fara fram fjölskyldudagar í Vogum á Vatnsleysuströnd. Ökuleiknin var á svæðinu og var haldin keppni fyrir þá sem vildu. 11 manns tóku þátt en keppt var á VW Golf sem Hekla lánaði. Úrslitin voru þessi:

Kvennariðill

  1. Guðný Guðmundsdóttir, 169 sekúndur
  2. Harpa Dögg, 172 sekúndur
  3. Guðrún Andrea Einarsdóttir, 191 sekúnda

Karlariðill

  1. Þórólfur Gunnarsson, 118 sekúndur
  2. Oddur Ragnar Þórðarson, 137 sekúndur
  3. Stefán Sævar Stefánsson, 142 sekúndur

Ökuleikni Vogar 2012

Fyrir keppnina kepptu fjórir formenn nefda bæjarins með sér í ökuleikni á fjarstýrðum bílum. Keppendur voru:

  • Björn Snæbjörnsson, frístunda- og menningarnefnd
  • Oddur Ragnar Þórðarson, atvinnumálanefnd
  • Inga Sigrún Atladóttir, skipulagsnefnd
  • Jóngeir Hjörvar Hlinason, fræðslunefnd
Eftir æsispennandi undanúrslit og svo úrslit enduðu leikar þannig að Oddur Ragnar Þórðarson fór með sigur af hólmi og má því gera ráð fyrir ánægjulegum fundi í atvinnumálanefnd fljótlega.

Myndir úr keppninni er að finna á www.facebook.com/okuleikni

Guðmundur Karl Einarsson

18. ágúst 2012 14:13