Í dag, laugardaginn 18. ágúst, fara fram fjölskyldudagar í Vogum á Vatnsleysuströnd. Ökuleiknin var á svæðinu og var haldin keppni fyrir þá sem vildu. 11 manns tóku þátt en keppt var á VW Golf sem Hekla lánaði. Úrslitin voru þessi:
Kvennariðill
- Guðný Guðmundsdóttir, 169 sekúndur
- Harpa Dögg, 172 sekúndur
- Guðrún Andrea Einarsdóttir, 191 sekúnda
Karlariðill
- Þórólfur Gunnarsson, 118 sekúndur
- Oddur Ragnar Þórðarson, 137 sekúndur
- Stefán Sævar Stefánsson, 142 sekúndur
Fyrir keppnina kepptu fjórir formenn nefda bæjarins með sér í ökuleikni á fjarstýrðum bílum. Keppendur voru:
- Björn Snæbjörnsson, frístunda- og menningarnefnd
- Oddur Ragnar Þórðarson, atvinnumálanefnd
- Inga Sigrún Atladóttir, skipulagsnefnd
- Jóngeir Hjörvar Hlinason, fræðslunefnd
Eftir æsispennandi undanúrslit og svo úrslit enduðu leikar þannig að Oddur Ragnar Þórðarson fór með sigur af hólmi og má því gera ráð fyrir ánægjulegum fundi í atvinnumálanefnd fljótlega.
Myndir úr keppninni er að finna á www.facebook.com/okuleikni
Guðmundur Karl Einarsson
18. ágúst 2012 14:13