Mikil aðsókn var að veltibílnum að venju þegar hann var á Selfossi laugardaginn 9. júní. Rúmlega 600 manns fóru í bílinn og voru það allt frá því að vera ungabörn og upp í fólk á sjötugsaldri. Óumdeilt er hve skilaboðin eru sterk fyrir þá sem prófa bílinn. Það borgar sig að spenna beltin – ALLTAF.
Mikil röð myndaðist að venju og komust færri að en vildu.
Veltibíllinn er á Kótelettunni bæði laugardag og sunnudag.
Einar Guðmundsson
9. júní 2012 21:10