Dagana 24 og 25. apríl stendur Brautin fyrir Ökuleikni á rútum fyrir starfsmenn Kynnisferða. Markmiðið er að auka meðvitund ökumanna fyrirtækisins um nákvæmni í akstri og ökuhæfni. Í dag, þriðjudaginn 24. apríl, fór fram fyrri hluti keppninnar. Keppt var á tveimur bílum: Sprinter og Bova. Keppendur gátu ekið á báðum bílum eða öðrum hvorum.
Í A keppninni á Bova urðu úrslitin þessi:
- Karl Hallgrímsson (184 sek)
- Sigurður Steinsson (202 sek)
- Ólafur Haukur Ólafsson (212 sek)
Í B keppninnin á Sprinter urðu úrslitin þessi:
- Karl Hallgrímsson (139 sek)
- Ólafur Haukur Ólafsson (148 sek)
- Auðunn S. Auðunsson (170 sek)
Smelltu hér til þess að skoða myndir frá keppninni.
Ökuleikni Kynnisferða 24. apríl 2012 – Úrslit
Á morgun, miðvikudaginn 25. apríl, verður svo aftur keppt á Sprinter og Bova fyrir þá bílstjóra sem ekki komust í dag.
Guðmundur Karl Einarsson
24. apríl 2012 21:34