Í dag, 15. október, var haldin Íslandsmeistarakeppni í Ökuleikni á trukkum og rútum. 15 keppendur tóku þátt og kepptu ýmist á rútum og/eða trukkum.Keppnin var í raun tvær keppnir, önnur á rútum og hin á trukkum.
Keppnin var spennandi og munaði aðeins örfáum sekúndum á efstu mönnum. Keppendur tóku þátt sem einstaklingar en mynduðu einnig lið þeirra fyrirtækja sem þeir starfa hjá.
Páll H. Halldórsson, formaður Brautarinnar, lýsti yfir mikilli ánægju með daginn sem og keppendur. Hann segir keppni sem þessa nauðsynlega þar sem hún skerpi á því sem þeir kunna fyrir. Menn verði betri ökumenn eftir að hafa tekið þátt í ökuleikni, bæði þeir sem standa sig best og sigra keppninna en ekki síður hinir sem verr gekk. Öll akstursþjálfun skili sér að lokum til manna sem betri ökumenn í hinni almennu umferð. Páll skorar á fyrirtæki að huga að akstursmenningu og senda öflug lið til keppni að ári.
Það var Brautin – bindindisfélag ökumanna sem stóð fyrir keppninni í samstarfi við Öskju, Sjóvá, Vífilfell, Ökukennarafélag Íslands og Eimskip. Þá lánuðu Snæland Grímsson, Kynnisferðir og Ölgerðin Egill Skallagrímsson bifreiðar til að keppa á og kunnum við þeim bestu þakkir fyrir.
Rútukeppni
Einstaklingar rútur:
1. sæti | Mikael Jónsson, Íslandspósti | 478 sek |
2. sæti | Smári Baldursson | 498 sek |
3. sæti | Atli Grímur Ásmundsson, Íslandspósti | 500 sek |
Liðakeppni rútur:
1. sæti | Íslandspóstur | 529 sek |
2. sæti | Allrahanda 2 | 540 sek |
3. sæti | Allrahanda 1 | 689 sek |
Trukkakeppni
Einstaklingar trukkar:
1. sæti | Finnur Trausti Finnbogason, Íslandspósti | 406 sek |
2. sæti | Atli Grímur Ásmundsson, Íslandspósti | 430 sek |
3. sæti | Örn Steinar Arnarson, Sendó | 438 sek |
Liðakeppni trukkar:
1. sæti | Íslandspóstur | 418 |
2. sæti | Sendó | 451 |
3. sæti | Allrahanda | 536 |
Guðmundur Karl Einarsson
15. október 2011 17:02