Jólin eru hátíð friðar og kærleika. Þá hittast vinir og fjölskylda í jólaboðum og fagna. Oft er boðið upp á margar tegundir áfengra drykkja og hefur gjarnan vinna verið lögð í að blanda þá saman á sérstakan hátt. Brautin hefur í samstarfi við Samfo og Lýðheilsustöð tekið saman margar uppskriftir að góðum óáfengum drykkjum sem við hvetjum fólk til að bjóða upp á. Þá geta þeir sem velja óáfengt (t.d. þeir sem ætla að keyra heim) fengið góða og vandaða óáfenga drykki af sama gæðastaðli og þeir áfengu.
- Hér á síðunni okkar má finna nokkurt safn drykkja með því að smella á Óáfengir drykkir.
- Einnig hefur verið tekið saman nokkurt safn óáfengra drykkja á vefsíðunni oafengt.is.
Guðmundur Karl Einarsson
23. desember 2010 12:43