Kona ein var að steikja egg handa sínum heittelskaða eiginmanni. Allt í einu ryðst bóndinn inn í eldhúsið.
„Varlega varlega…! Settu meira smjör!
Guð hjálpi mér…! Þú ert að steikja Of mörg egg í einu.
OF MÖRG! Snúðu þeim! SNÚÐU ÞEIM NÚNA!“
„Við þurfum meira Smjör. Guð minn góður! VIÐ ÞURFUM MEIRA SMJÖR!
Eggin munu festast!“ „Varlega…VARLEGA!
Ég sagði VARLEGA!
Þú hlustar aldrei á mig þegar þú eldar! ALDREI! S
núðu þeim! Drífðu þig! Ertu geggjuð!
Ertu búin að tapa glórunni? Ekki gleyma að salta eggin.
Þú gleymir alltaf að salta. Nota salt.
NOTA SALT! S A L T!“

Konan horfði á hann og sagði.
„Hvað er eiginlega að þér?
Heldur þú virkilega að ég kunni ekki að steikja tvö egg?“
Eiginmaðurinn svaraði rólega,
„Mig langaði bara að leyfa þér að finna hvernig mér líður þegar ég er með þig í bílnum.“….

Guðmundur Karl Einarsson

3. desember 2010 09:37