Brautin – bindindisfélag ökumanna er aðili að verkefninu „Vika 43“ sem fer fram ní vikunni. Vikan hefst formlega á morgun, þriðjudaginn 26. október, með athöfn í Þjóðleikhúsinu kl. 15:15. Þá verður yfirlýsing vikunnar undirrituð og leiksýningin Hvað EF frumsýnd. Vika 43 er vettvangur félagasamtaka sem vilja leggja forvörnum lið og/eða hafa forvarnir að markmiði starfs síns, til þess að vekja athylgi á forvarnastarfi og áfengis- og vímuefnamálum:

  • Skapa vettvang fyrir samstarf félagasamtaka um að vekja athygli á stefnumörkun í áfengis- og vímuefnamálum, einkum forvörnum.
  • Varpa ljósi á viðfangsefni forvarna og það starf sem unnið er á vettvangi félagasamtaka.
  • Vekja athygli landsmanna á mikilvægi forvarna, einkum forvörnum gagnvart börnum og unglingum.
  • Virkja þekkingu, styrk og samstöðu grasrótarsamstarfs til eflingar forvarnastarfs.

ÞÁTTTAKA ÞJÓÐAR Í VÍMUVÖRNUM

Í Viku 43 er að þessu sinni minnt á nauðsyn samstöðu og samstarfs allra við að uppræta markaðssetningu vímuefna, sérstök athygli verður vakin á áróðri fyrir neyslu kannabisefna.  Á heimasíðu vímuvarnavikunnar, www.vvv.is er að finna upplýsingar um dagskrá og viðburði Viku 43.

Nánari upplýsingar má lesa á vefsíðu átaksins, www.vvv.is.

Guðmundur Karl Einarsson

25. október 2010 21:36