Laugardaginn 18. september nk. verður haldin opin Íslandsmeistarakeppni í Ökuleikni. Keppnin verður haldin á svæði Ökukennarafélags Íslands við Kirkjusand í Reykjavík (þar sem strætó var áður með aðstöðu).
Keppt er í kvennariðli og karlariðli og veitt verðlaun fyrir efstu þrjú sætin í hvorum riðli. Einnig er keppendum heimilt að mynda lið og verða veitt sérstök verðlaun til þess liðs sem stendur sig best
Mæting er á Kirkjusand kl. 12:30.
Þátttökugjald er 1.000 kr. (Félagsmenn Brautarinnar sem greitt hafa árgjald 2010 fá frítt í keppnina. Hægt er að skrá sig í félagið strax og njóta þessara fríðinda auk fjölda annara). Einnig fá félagar í Ökukennarafélagi Íslands frían aðgang.
Skráning: Smelltu hér til að skrá þig í Ökuleikni 2010. Skráningarfrestur rennur út 16. september..
Keppnin er haldin í samstarfi við Heklu sem gefur verðlaun og lánar bifreiðar til að keppa á, Ökukennarafélag Íslands sem lánar aðsötðu til keppninnar og sér um spurningahluta hennar, N1 sem gefur sigurvegurum eldsneytisinneign og Vífilfell sem býður keppendum upp á Coke Zero.
Hér má skoða þrautaplönin sem ekið verður í gegnum í keppninni.
Guðmundur Karl Einarsson
5. september 2010 11:31