Nú eru miklar ferðahelgar framundan sem hefur í för með sér mjög aukna umferð á vegum. á Þessi árstími hefur oft reynst erfiður í umferðinni og má nefna að árið 2006 létust 8 einstaklingar í umferðarslysum í ágúst mánuði einum saman, þar af 5 sem voru 26 ára eða yngri. Mikill árangur hefur náðst í fækkun umferðarslysa á undanförnum árum, en þrátt fyrir það verðum við að halda vöku okkar og ekki missa sjónar á því að aldrei má slaka á í umferðaröryggisstarfinu. Ísland má alls ekki við því að missa fólk í bílslysum. Við verðum að taka höndum saman og gera allt sem í okkar valdi stendur til að koma í veg fyrir ótímabær dauðsföll og limlestingar í umferðinni.
Með tilkomu Landeyjarhafnar má gera ráð fyrir aukinni umferð á Suðurlandsvegi, og þá ekki síst ungs fólks á leið til og frá Vestmanneyjum um verslunarmannahelgina. Stjórn umferðarráðs beinir því sérstaklega til vegfarenda á þessari leið að aka varlega og sýna tillitssemi.
Guðmundur Karl Einarsson
22. júlí 2010 12:00