Aðalfundur Brautarinnar – bindindisfélags ökumanna verður haldinn þriðjudaginn 18. maí kl. 18:00 í Forvarnahúsinu, Kringlunni 3.
Á dagskrá eru venjubundin aðalfundarstörf eins og segir í lögum félagsins.
- Skýrsla stjórnar fyrir síðastliðið starfsár.
- Endurskoðaðir reikningar félagsins lagðir fram til samþykktar. Reikningsárið er almanaksárið.
- Stjórnarkjör.
- Kosnir tveir skoðunarmenn reikninga og einn til vara.
- Ákvörðun félagsgjalda.
- Önnur mál.
Guðmundur Karl Einarsson
19. apríl 2010 12:48