Nú stendur undirbúningur yfir fyrir Íslandsmeistarakeppnina í Ökuleikni sem haldin verður á laugardaginn. Nú þegar hafa yfir 20 manns skráð sig til leiks og því ljóst að baráttan um toppsætin verður hörð. Enn er hægt að skrá sig en skráningarfrestur hefur verið settur til kl. 23:49 föstudaginn 25. september. Best er að skrá sig beint hér á netinu en einnig má hringja í síma 588 9070.
Keppendur mæta við Kringluna 3 kl. 12:30 á laugardaginn og keppnin sjálf fer svo af stað kl. 13:00. Keppt verður á fjórum þrautaplönum og þau má nálgast nú þegar ásamt reglum o.fl á ökuleiknisíðunni.
Sjáum vonandi sem allra flesta á laugardaginn.
Guðmundur Karl Einarsson
24. september 2009 15:25