Páll H. Halldórsson

Kæru félagar.

Velkomnir á aðalfund Brautarinnar – bindindisfélags ökumanna.

Starfsemi félagsins síðasta starfsár hefur verið á svipuðum nótum og áður og á Guðmundur Karl Einarsson, framkvæmdastjóri Brautarinnar mestan heiður af þeirri vinnu ásamt Einari Guðmundsyni. Þeim feðgum, stjórnar­mönnum og nefndarmönnum vil ég þakka samstarfið á tímabilinu.

Stjórnin hélt 4 formlega stjórnarfundi auk annara óformlega, bæði í gegnum tölvupóst, í síma eða hittust í smærri hópum.

Helstu verkefni ársins voru þessi:

Forvarnahúsið og okkar starf þar.

Enn og aftur er helsta verkefnið okkar unnið hér í þessu húsi, þar sem Forvarnahúsið er.  Fyrirtækið starfar eins og þið vitið með fjölmörgum aðilum að forvörnum í víðum skilningi. Brautin – BFÖ er einn af styrktaraðilum hússins og hefur komið mikið að rekstri þess. Veltibíllinn er staðsettur hér og nýtist afar vel, bæði á námskeiðum sem hér eru haldin eru og eins í heimsóknum ýmissa hópa. Ökuhermirinn er sömuleiðis staðsettur í húsinu og vekur ætíð mikla athygli.  Annar búnaður félagsins, s.s. go-kart bílarnir og reiðhjóla- og ökuleikniþrautirnar eru hér til taks sem og fyrir aðra.  Nú sem áður er mat forsvarsmanna Forvarnahússins að hlutur Brautarinnar – BFÖ sé gríðarlega mikilvægur og stór í rekstri hússins.

Veltibílar.

Nýverið var skrifað undir samkomulag við Heklu og Volkswaken verksmiðjurnar um að þeir leggðu til tvo nýja veltibíla, annars vegar til Brautarinnar og hins vegar til Forvarnahússins.   Áætlað er að bílarnir komi á næstu vikum til landsins og þá þarf að koma okkar bíl fyrir á þeim vagni sem eldri bíllinn er á.  Og hins vegar mun Forvarnarhúsið kaupa stóran flutningabíl og vagn undir sinn bíl, auk þess sem færanlegt Forvarnahús mun vera til staðar í þessum flutningabíl.  Búast má við að mikil vinna fylgi þessum breytingum, sem bæði verður unnið af okkur í stjórninni, auk annarra.  Einar mun segja okkur meira frá þessu verkefni á eftir.

Reiðhjólafræðsla og þrautir

Brautin hefur látið Forvarnahúsinu í té reiðhjól og þrautir til notkunar við fræðslu allra 6. bekkinga í öllum grunnskólum á Akureyri, Árborg og Hafnarfirði.   Auk þess hefur félagið látið Brautarbílinn og önnur tæki í té fyrir þessa fræðslu og er er það mikill stuðningur við starf Forvarnahússins.

Go-kart bílar

Félagið á enn 5 go-kart bíla og þeir voru notaðir í go-kart leikni sem haldin var samhliða Ökuleikninni. Þessir bílar hafa verið notaðir minna og minna hvert ár, en þó ætíð eitthvað á hverju ári og skilað félaginu góðum tekjum, raunar svo góðum að kaup þeirra hafa skilað sér margfalt til baka. Kristján Auðunsson, einn af félagsmönnum Brautarinnar hefur séð um viðhald á þessum bílum okkur að kostnaðarlausu.  Þökkum honum að sjálfsögðu vel fyrir hans vinnuframlag.

Ökuhermir

Ökuhermirinn sem félagið á ásamt Sjóvá og Umferðarstofu og er staðsettur hér í Forvarnahúsinu hefur verið nýttur í kynningar, bæði hér í húsinu og annarstaðar. Hugmyndir voru uppi, um að skipta bíl félagsins út fyrir stærri og þannig hafa möguleika á að fara með ökuherminn ásamt Veltibílnum í heimsóknir víðar.   Sú vinna hefur ekki klárast enn, vegna ákvarðanna um færanlegt Forvarnarhús.

Umferðarráð og SAMFO

Brautin – BFÖ á eitt sæti í Umferðarráði og er framkvæmdastjórinn, Guðmundur Karl, fulltrúi okkar. Varamaður hans er Einar Guðmundsson. Það er mikilvægt fyrir félagið að eiga fulltrúa í ráðinu og geta þar með beinum hætti komið að starfsemi þessi.  Einnig á félagið fulltrúa í Samstarfsráði um forvarnir, SAMFO, og er Halldór Árnason okkar maður þar á bæ. SAMFO gegnir stóru hlutverki í samþættingu forvarna grasrótarsamtaka og hefur gert samning við ríkið um fjármögnum verkefna.

Happdrætti

Ákveðið var að sleppa happadrætti félagsins á þessu starfsári þar sem það var ekki talið svara kostnaði að senda út happdrættisseðla í slíku árferði.

Ýmis verkefni

Heimilisfang okkar var flutt hingað til Sjóvá í Kringlunni.  Á sama tíma var húsaleigusamning sagt upp í Brautarholti. Við þessa ákvörðun losnar félagið við umtalsverðan kostnað vegna húsaleigu.

Í ljós kom á liðnu starfsári, að Gunnsteinn Rúnar Sigfússon ökukennari notar ólöglega nafn okkar “Ökuleikni” á heimasíðu sinni, www.okuleikni.is og hefur framkvæmdastjóri félagsins verið í bréfaskriftum vegna þessa sl mánuði.  Því miður hefur viðleitni okkar ekki borið árangur og því sendi félagið formlega kvörtun til Neytendastofu vegna málsins. Neytendastofa hefur lokið gagnaöflun vegna erindisins og bíður það nú ákvörðunar.

Á morgun verður skrifað undir nýjan samstarfssamning við Forvarnahúsið.  Þessi samningur er kærkominn fyrir félagið og er í þeim anda sem til hans er ætlað.  Stjórn Brautarinnar vill við þetta tækifæri þakka forsvarsmönnum Forvarnahússins og Sjóvá fyrir mjög gott samstarf á liðnum árum og vonast til þess að svo verði áfram á komandi árum.

Brautin sagði sig úr Landssambandi Æskulýðsfélaga – LÆF. Brautin er ekki æskulýðsfélag, enda hefur ungmennadeildin ekki starfað í nokkur. Því telur stjórnin að félagið eigi ekki erindi inn í LÆF.

Fjármál félagsins eru ekki góð, lausafé hefur lækkað í kjölfar bankahrunsins.  Þau eru heldur ekki endilega vond, en gjaldkeri félagsins mun fara yfir fjármál hér á eftir.

Starfsemi Brautarinnar hefur breyst á liðnum árum, sérstaklega með tilkomu forvarnarvinnu hjá tryggingarfélögum, forvarna hjá stórum fyrirtækum, hefðbundinna forvarnar auglýsinga td frá Vínbúðum og Umferðarstofu.  Því má segja sem er, að Brautin vinnur meira á bak við tjöldin, en að vera í framlínunni.  Aðalatriðið er þó það, að forvarnir hafa verið með betra móti sl ár.

Eftirtaldir sátu í stjórn félagsins og gengdu ábyrgðarstörfum á liðnu starfsári:

Formaður Páll H Halldórsson
Varaformaður Einar Guðmundsson
Gjaldkeri Haukur Ísfeld
Ritari Aðalsteinn Gunnarsson
Meðstjórnandi Pétur Þorsteinsson
Varamenn Jón Freyr Þórarinsson
Helgi Hafsteinsson
Haukur Ísfeld sá sér ekki fært að ljúka síðara ári sínu í stjórn félagsins og tók Helgi Hafsteinsson sæti hans sem gjaldkeri.
Stjórn Reykjavíkurdeildarsjóðs Brautarinnar Halldór Árnason
Kristinn Breiðfjörð Eiríksson
Elsa Haraldsdóttir
Skoðunarmenn reikninga Andrés Bjarnason
Reynir Sveinsson
Skoðunarmaður til vara Sigurður Rúnar Jónmundsson
Ritnefnd Sigurður Rúnar Jónmundsson
Jónas Ragnarsson
Halldór Árnason
Pétur Þorsteinsson
Gísli Theodórsson
Félagatengslanefnd Sveinn H. Skúlason
Árni Einarsson
Einar Guðmundsson
Kjörnefnd Sigurður Rúnar Jónmundsson
Halldór Árnason
Jónas Ragnarsson
Framkvæmdastjóri Guðmundur Karl Einarsson
Fulltrúi Brautarinnar í SAMFO Halldór Árnason

Reykjavík í maí 2009

Páll H Halldórsson
formaður Brautarinnar – bindindisfélags ökumanna

Guðmundur Karl Einarsson

25. maí 2009 13:55